|
Ákvæðisvinnugrundvöllur rafiðna er hluti af kjarasamningi
milli Rafiðnaðarsambands Íslands (RSI) og
SART-Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði.
Ákvæðisvinnustofa rafiðna hefur umsjón með framkvæmd hans í umboði samtakanna.
Ákvæðisvinnugrundvöllurinn er mælistika sem notuð er til að
meta störf rafiðnaðarmanna í nýbyggingum. Hann tilgreinir einingaþörf verka
miðað við eðlilegan vinnuhraða, aðstæður og fagleg vinnubrögð í fullu samræmi
við opinberar kröfur og reglugerðir. Notkun hans tryggir verkkaupa gott verð og
gæði raflagnarinnar.
Árið 2004 var tekið í notkun upplýsingakerfi á internetinu
til að halda utan um uppgjör á verkum unnum í ákvæðisvinnu.
Auk þess hefur verið unnið að uppfærslu samningsins og hann endurskoðaður.
Félagar í RSÍ og SART geta fengið aðgang að kerfinu sér að kostnaðarlausu. Þeir
sem áhuga hafa geta haft samband við Ákvæðisvinnustofuna og fengið lykilorð.
Neðar á þessari síðu geta notendur skráð sig inn á kerfið.
|